04.04.1938
Efri deild: 40. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 693 í B-deild Alþingistíðinda. (987)

46. mál, samvinnufélög

*Erlendur Þorsteinsson:

Hv. flm. þessa frv., hv. 2. þm. Eyf., tók það fram áðan, að sambandslögin ættu sjálf að fá að ráða því, hvernig þau skipi sínum málum. Ég er honum sammála um þetta og vil ekki ganga á rétt þeirra í þessu efni. En eftir því, sem fram hefir komið í málinu, er ég ekki alveg viss um það, að álits sambandsfélaganna hafi verið leitað um þetta efni, þó að þetta frv. sé flutt að tilhlutun SÍS. T. d. hefir það upplýstst við þessa umr., að stærsta samvinnufélag á landinn hafi óskað þess, að frv. þetta yrði ekki látið ganga fram eins og það nú liggur fyrir. Það gæti líka kannske farið svo, að svipaðar samþykktir kæmu frá fleiri samvinnufélögum, ef þau gerðu samþykktir um frv. Ég er formaður Kaupfélags Siglfirðinga, sem hefir eflzt mjög mikið nú síðustu árin. Í fyrra t. d. bættust við í það um 700 meðlimir, er annað félag var tekið inn í það. Ég geri nú ráð fyrir, að meiri hl. félagsmanna í því kaupfélagi væri á móti því að samþ. frv. þetta, því að það gæti haft þau áhrif, að t. d. það félag og neytendafélög í bæjum yfirleitt gætu misst eitthvað af þeim rétti, sem þau hafa til þess að geta haft áhrif á málefni SÍS.

Það getur verið, að það sé rétt, að þau félög, sem mikil viðskipti hafa við SÍS, fái rétt til þess að ráða meiru um málefni SÍS. Og þess ber að gæta, að neytendafélög, sem hafa verzlanir í kaupstöðum, hafa ekki aðstöðu til þess að selja framleiðsluvörur eins og t. d. sveitakaupfélög landbúnaðarafurðir. Eitt félag getur því haft meiri viðskipti, þó að það hafi færri meðlimi en annað samvinnufélag í kaupstað, sem samanstendur nær eingöngu af verkamönnum. sem enga framleiðslu hafa.

Ég mun greiða atkv. með þessu frv. til 3. umr. En ég geri ráð fyrir, að ég muni annaðhvort fylgja brtt., sem fram verður komin, eða flytja brtt. við frv. við 3. umr. Ég vildi gjarnan komast að samkomulagi við hv. flm. frv. um brtt., sem við Alþfl.-menn höfum í huga að flytja.

Ég vil benda á, að ég tel, að ekki hafi verið leitað álits samvinnufélaga úti um land, áður en frv. þetta var borið fram. Ég tel þess vegna ekki alveg vist, að hér sé um að ræða breyt. á samvinnul., sem samvinnufélög í landinu óski eindregið eftir.