29.12.1939
Sameinað þing: 23. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í B-deild Alþingistíðinda. (1075)

1. mál, fjárlög 1940

*Ísleifur Högnason:

Enda þótt hv. 5. þm. Reykv. hafi mælt með því, að brtt., sem þingmenn Sósíalistafl. hafa borið fram á þskj. 619, verði samþ., vildi ég ekki láta hjá liða að árétta að nokkru það, sem sagt var í annari ræðu. Ein af till. okkar er sú, að tillagið til landsvarna verði 400000 kr. upp í 600000 kr. Enda þótt dómsmrh. hafi lýst því yfir, að ekki verði dregið úr landvörnunum við suðurströndina, er það sýnt, að með því að lækka þennan lið niður í 400 þús. og sektarféð verður sama sem ekkert, muni verða að draga úr landsvörnunum fra´því, sem var þetta ár, sjálfsagt um 2/3 Það er alveg augljóst, að það hljóta einhverjir landshlutar að verða afskiptir við þennan niðurskurð fjvn., sérstaklega ef tekið er tillit til þess, að dýrtíðin hefir aukizt mjög mikið, svo að það, sem gilti 400 krónur framan af þessu ári, er ekki orðið meira en 300 króna virði nú. Þá vil ég geta þess, að við verðum að vita þá tilhögun, að Einar Einarsson skipherra hefir í 2 ár verið látinn ganga iðjulaus í landi á 11–12 þús. kr. launum. Fyrrv. ríkisstj. hefir ekki á neinn hátt reynt að afsaka þessa ráðstöfun. Það er vitað að Einar Einarsson er sá duglegasti varðskipstjóri, sem hér hefir starfað. Með því að skerða landhelgisgæzluna er áreiðanlega stór háski á ferðum.

Þá er 2. brtt. okkar um það, að atvinnubótaféð verði hækkað úr 500 þús. kr. upp í 750 þús. kr. og þau skilyrði verði látin fylgja eins og undanfarið, að bæjarfélögin leggi fram 2/3 móti framlagi ríkissjóðs. Í umr. um fjárl. hefir það komið fram, að menn óttast, að atvinna verkamanna muni minnka á komandi ári. Hvaða meining er þá í að minnka atvinnubótaféð um 2/3 og auk þess skera niður tillag til fiskimálasjóðs auk margra annara stórra niðurskurða?

Þá vil ég geta þess, að þar sem komin er fram till. frá fjvn., sem fer fram á hækkun styrkja til námsmanna erlendis, þá munum við taka aftur okkar brtt. um þetta efni á þskj. 619.

Þá vil ég fara nokkrum orðum um till. fjvn. á þskj. 687,33. Það er um heimild fyrir ríkisstj. til að taka 200 þús. kr. að láni hjá síldarverksmiðjum ríkisins, og brtt. við þá brtt., um að greidd verði kr. 1.50 á síldarmál til uppbótar. Við munum styðja þessa :brtt. hv. þm. Ísaf. Við höfum áður skorað á ríkisstj. að veita uppbót á síldarverðið. [Frh.].

.