30.12.1939
Sameinað þing: 24. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 604 í B-deild Alþingistíðinda. (1087)

1. mál, fjárlög 1940

Atvmrh. (Ólafur Thors) :

Ég er mótfallinn því að veita þessum kennurum aukin fríðindi í því formi, sem hér liggur fyrir. Hinsvegar er ég meðmæltur því, að þeir fái uppbót á laun sín, og það mun verða séð fyrir því á einhvern annan hátt. Ég mun því láta hjá líða að greiða atkv. með þessari till. (SvbH: Hvar er sú fjárveiting?).