03.01.1940
Neðri deild: 99. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (1225)

95. mál, gengisskráning og ráðstafanir í því sambandi

*Frsm. (Sveinbjörn Högnason) :

Vegna þess, sem hv. þm. A.-Húnv. sagði síðast, vil ég benda á, að í brtt. á þskj. 673 eru ákvæði, sem vitanlega ná til margra, sem eru á föstum launum og falla því undir ákvæði aðaltill. Stýrimenn t. d. og vélstjórar og aðrir slíkir eru menn, sem hafa fastar, hálaunaðar stöður, og þannig er þar um að ræða fjölda manna, sem hafa 10 þús. kr. laun. Það eru margir menn, sem aðaltill. nær til, sem eru í föstum stöðum, en koma samt undir þessa hækkun. Það er því ekki í aðalbrtt. skorið á milli þeirra, sem vinna lausavinnu og ekki hafa örugga atvinnu, og hinna hinsvegar, sem hafa föst laun. Þess vegna er þetta ekki rétt skilgreining hjá hv. þm. A.-Húnv., eins og hann mælti fyrir sinni brtt., sem ég veit líka, að hann sér sjálfur.