17.11.1939
Neðri deild: 62. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 734 í B-deild Alþingistíðinda. (1340)

106. mál, Sláturfélag Suðurlands

Frsm. (Garðar Þorsteinsson) :

N. mælir með, að þetta frv. verði samþ. óbreytt. Frv. gengur út á, að stofnbréf þau, sem Sláturfélag Suðurlands hefir gefið út til félagsmanna, verði dregin inn, en í þess stað verði félagsmönnum afhentar bækur, þar sem hlutafé þeirra sé skráð i. Félagið hefir gefið út hlutabréf, hvert á 10 kr., og hafa sumir menn átt mörg slík bréf, og eru nú mörg þeirra glötuð. Til þess að fá þetta á hreint og fyrirbyggja, að bréfin flækist á milli manna, vill nú stjórn félagsins innkalla þau og gefa svo út bækur með heildarinnieign hvers stofnfjáreiganda.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta mál, en vil aðeins mæla með, að frv. verði samþ.