11.12.1939
Neðri deild: 80. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 798 í B-deild Alþingistíðinda. (1510)

146. mál, sala á hálfum Víðidal

*Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Landbn. hefir athugað þetta mál og leggur einróma til, að það verði samþ. Ég skal aðeins gera grein fyrir því með örfáum orðum. Málið er alls ekki nýtt í d. Það hefir legið fyrir ýmsum undanförnum þingum, oft í annari mynd, en stöðvað með vilja, vegna þess að heima í héraði hafa verið deilur milli þeirra hreppa, sem hér eiga hlut að máli, en nú er fengið fullkomið samkomulag um skiptingu þess afréttarlands, sem hér er um að ræða, og sem áframhaldandi samkomulag af því, sem getið er um í grg., hefir stj. óskað eftir því, að Borgarhreppur keypti hálfan Víðidal, sem stj. eignaðist með makaskiptasamningi, sem hér er vitnað undir. Frv. er því aðeins heimild til staðfestingar á því, sem stj. og Borgarhreppur hafa komið sér saman um.

Ég skal beina athygli hæstv. forseta að því, sem n. hefir að vísu getið um í nál., að misritazt hefir ártal á tveimum stöðum, 1927 fyrir 1937. Vænti ég, að þetta verði leiðrétt við síðari prentun.