16.12.1939
Neðri deild: 85. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 813 í B-deild Alþingistíðinda. (1581)

132. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

*Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Herra forseti! Fjhn. hefir orðið sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ., en hefir gert við það tvær lítilsháttar brtt. Þær eru báðar við 2. gr. Önnur brtt. er eins og menn sjá á þskj. 448, um það að lækka framleiðslutoll á maltöli um 5 aura á lítrann. Hin brtt. er um að lækka framleiðslutoll á öðru öll um 10 aura á lítrann, eða m. ö. o. að í 4. kafla, þar sem stendur maltöl, komi fyrir „15“ 10, og við 4. kafla 3 komi 20 fyrir 30. N. hefir farið þarna eftir till. mþn. í skatta- og tollamálum, en hún hefir komizt að þeirri niðurstöðu, sem fjhn. sýndist rétt vera, að þessi framleiðslutollur myndi vera of hár og þess vegna réttlátt að lækka hann.

Framleiðendur ölfanganna hafa sent kvartanir um, að ýmislegt til þeirrar iðngreinar væri óhæfilega hátt tollað. En af því að frv. mun ná inn í tollskrána, og auk þess er nú ekki nægur tími til þess að endurskoða það mál, sem kannske væri þörf á, þá sýndist mþn. að heppilegt myndi vera að breyta þessum tolli eins og segir á þskj. 448.

Ég vil svo fyrir hönd n. mælast til þess, að þessar brtt. verði samþ.