20.12.1939
Efri deild: 89. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 825 í B-deild Alþingistíðinda. (1627)

82. mál, útsvör

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Þetta frv. hefir tekið þeirri breytingu í hv. Nd., að tíminn, sem útsvörin eiga að greiðast á, er styttur úr 10 mán. í 7 mán., og að fyrri mán., sem undanskilinn er útsvarsgreiðslu, verði júní í staðinn fyrir júlí. Þetta getur staðizt, þótt ég teldi æskilegast að hafa það óbreytt. Hitt get ég ekki sætt mig við, að stytta tímann úr 10 mán. í 7. Ég færði rök fyrir því atriði hér í d. um daginn, og hún féllst á það. Ég vil því prófa það, hvort deildin hefir skipt skoðun, og ber fram brtt. á þskj. 516. Ég tel, að frv. hafi verið skemmt með breytingunni.