15.12.1939
Neðri deild: 84. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 906 í B-deild Alþingistíðinda. (1786)

77. mál, berklavarnalög

Frsm. (Vilmundur Jónsson):

N. hefir athugað

frv. og leggur til, að það verði samþ. óbreytt, nema hvað snertir lítilsháttar breytingu á 1. málsgr. 13. gr., þar sem ekki er ætlazt til, eins og í gr. segir, að krafizt verði læknisvottorðs, ef koma á börnum til fósturs eða langdvalar á heimili, heldur sé málið borið undir héraðslækni eða heilsuverndarstöð, og það látið nægja, ef ekki liggur grunur á um berklaveiki.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að bæta við það, sem ég sagði við 1. umr. og í grg. getur, sem er allýtarleg. Aðeins vil ég endurtaka það, að þótt hér sé um miklar breyt. að ræða á berklavarnalöggjöfinni, er ekki ætlazt til, að víkið verði frá þeim aðalframkvæmdarháttum, sem verið hafa á þessum málum undanfarið.

Ég vona, að d. fallist á frv. og samþ. það samkv. till. n.