15.12.1939
Neðri deild: 84. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 911 í B-deild Alþingistíðinda. (1827)

138. mál, iðja og iðnaður

Frsm. (Pálmi Hannesson) :

Iðnn. hefir athugað þetta frv. og m. a. átt tal við nokkra iðnaðarmenn til þess að fyrirbyggja misskilning, sem þótti gæta meðal nokkurra manna í iðnaðarmannastétt. Var n. einhuga um að breyta nokkrum greinum á þann hátt sem segir á þskj. 436, og með þessari breyt. væntum við, að komið sé í það horf, að allir megi vel við una, þannig að dyraverðir og eftirlitsmenn húsa megi vinna að viðgerðum við þau á sama hátt og húseigandi, en ekki að það megi setja aðra ófaglærða menn í þeirra stað. Mér finnst ekki ástæða til að fjölyrða um þetta frv., svo eðlilegt sem það er.