25.11.1939
Neðri deild: 68. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1131 í B-deild Alþingistíðinda. (2293)

129. mál, iðnaðarnám

Flm. (Thor Thors) :

Það þarf ekki að hafa mörg orð um þetta frv. Það miðar að því, að nemendum í iðngreinum skuli vera óheimilt að vera félagar í sveinafélagi. Það má segja, að í raun og veru sé óþarft að setja sérstök l. um þetta. Það liggur í hlutarins eðli, að þessir menn eiga ekki að standa saman í félagsskap. Raunin hefir orðið sú, að sérstök keppni hefir orðið um það af hendi sveinafélaga, að ná í nemendur inn í þeirra félagsskap. En samkv. hlutarins eðli eru leiðir þeirra óskyldar. Nemendur eru tengdir allt öðrum böndum við iðnrekendur heldur en sveinar, og þeir eiga beinlínis á hættu, að þeirra námsferill sé slitinn, ef þeir ganga í sveinafélögin svo sem raun hefir á orðið.

Ég mælist svo til, að frv. verði, að lokinni þessari umr., vísað til iðnn.