25.11.1939
Neðri deild: 68. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 204 í C-deild Alþingistíðinda. (2992)

122. mál, verkstjórn í opinberri vinnu

*Frsm. (Emil Jónsson) :

Ég vil aðeins geta þess, að það er ekki n. sjálf, sem hefir óskað eftir að flytja frv. Hún hefir ekki sjálf fundið upp á að bera það fram. Það er Verkstjórasamband Íslands og Verkstjórafélag Rvíkur, sem óskuðu eftir, að iðnn. flytti málið, þar sem þessi félög töldu, að þetta mál heyrði undir iðnn., enda býst ég við, að hv. þm. V.-Húnv. sé einn með þá skoðun, að það heyri ekki undir hana. Frv. er um menn, sem fjalla um teknisk efni, svo það heyrir miklu frekar undir iðnn. en nokkra aðra n. Það var ekki af því, hvort n. hafði mikið að gera eða ekki, heldur af því, að allir aðilar, sem að málinu stóðu, óskuðu eftir því, að hún flytti það.