25.11.1939
Neðri deild: 68. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í C-deild Alþingistíðinda. (3202)

115. mál, fræðsla barna

*Frsm. (Bjarni Bjarnason):

Fjórir af fimm nm. hafa orðið sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt. Einn nm. hefir flutt brtt. við frv., og sú brtt. skiptir verulegu máli, vegna þess að verði hún samþ., þá fylgir þessu frv., ef að l. verður, mikill kostnaður. En í sambandi við frv. sjálft eins og það kom frá okkur flm. er kostnaður, sem stafar af því, smámunir einir.

Ég hefi talað um það við fræðslumálaskrifstofuna og fengið þær upplýsingar, að á flestum stöðum, sem ákvæði frv. ná til, séu leikfimihús til, og kostnaðurinn, sem af því leiddi að greiða 1/3 húsaleigu þar, sem fimleikahús væru ekki til, yrði sáralítill.

Ég vil ekki mæla frekar gegn till. hv. 4. þm. Reykv., þar sem hann er ekki viðstaddur, heldur vil ég biðja hæstv. forseta að fresta umr. um málið um stund, þangað til hann kemur.