26.04.1939
Sameinað þing: 11. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í D-deild Alþingistíðinda. (3492)

90. mál, ríkisábyrgð á láni fyrir Ólafsfjarðarhrepp

*Atvmrh. (Ólafur Thors) :

Ég ætla ekki að blanda mér inn í þær umr., sem fram hafa farið um málið. Ég vil leiða athygli að því, að hér er um að ræða að sýna þingvilja um heimild til ríkisstjórnarinnar. Fyrir forgöngu hv. 7. landsk. (GÞ) hafa 15 þm. látið sér sæma að neita að sýna þann þingvilja, sem 23 þm. vildu fá fram. Þetta er vítavert og því vítaverðara sem mál þetta er knúið áfram á síðasta degi þingsins. Ég mun beita mér fyrir því, að ríkisstj. hafi hliðsjón af þessari málsmeðferð, þegar ákveða skal, hvort væntanlega ábyrgðarheimild til Ólafsfjarðar skal nota eða ekki.