21.04.1939
Efri deild: 45. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í B-deild Alþingistíðinda. (541)

42. mál, útsvör

*Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Það er nú svo með ákvæði útsvarsl., og ekki sízt 8. gr., sem hér er farið fram á að breyta, að þau eru býsna flókin. Ég fyrir mitt leyti kann því mjög illa að skjóta inn skriflegri brtt. við síðustu umr. frv., þegar ekki er tóm til athugunar. Ég sé ekki annað ráð en biðja hæstv. forseta að taka málið af dagskrá, svo að allshn. geti áttað sig á þessu atriði.