27.11.1939
Neðri deild: 69. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í B-deild Alþingistíðinda. (801)

98. mál, verkamannabústaðir

*Héðinn Valdimarsson:

Ég þarf ekki að útskýra þetta mál fyrir hv. þm. N.-Ísf. Hann veit vel, hvernig málið stendur. En eftir skýringu hæstv. félmrh., þar sem hann skýrir frá því, að aðeins þau félög, sem fái stjórnskipaðan formann, fái réttindi, vil ég benda honum á, að það er alltaf innan handar fyrir stjórn að finna sér eitthvað til til þess að skipa nýjan formann, svo einn komi í annars stað, og ekki er víst, að hann fái ráðið niðurlögum þess félags, sem hann hefir smalað undirskriftum í.