05.12.1939
Neðri deild: 75. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 340 í B-deild Alþingistíðinda. (873)

101. mál, ríkisreikningurinn 1937

Sigurður Kristjánsson:

2. mál á dagskrá er um samþykkt ríkisreikninganna fyrir árið 1937. Nú er svo háttað, að ég og hv. 3. landsk. höfum borið fram þingsályktunartill. út af landsreikningunum, og ég sé, að nú hefir komið fram till. frá öðrum fjárhagsnefndarmönnum um sama efni. Mér sýnist nú eðlilegast, að þessi mál væru látin falla saman, og þá, ef þau væru látin ganga eitthvað á misvíxl, að umr. um þáltill. væru látnar ganga á undan samþykkt reikninganna, en umræður um þetta mál látnar falla saman. Af þessari ástæðu vildi ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki þetta mál, 2. mál, út af dagskrá og láti það bíða eftir þingsályktunartillögunum.