27.12.1939
Neðri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 384 í B-deild Alþingistíðinda. (927)

120. mál, stríðstryggingafélag skipshafna

*Ísleifur Högnason:

Herra forseti! Ég vil leyfa mér að gera hér aths. utan dagskrár. Af gerðabók Nd. frá 93. fundi deildarinnar, þar sem þessi mál voru til afgreiðslu (frv. um fiskimálanefnd o. fl., frv. um rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveganna, frv. um fræðslu barna og frv. um útvarpsrekstur ríkisins), sést það, að afbrigði hafa verið leyfð með 15 shlj. atkv. En til þess að mál fái löglegan framgang þarf a. m. k. 17 atkv.