18.04.1940
Neðri deild: 44. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 640 í B-deild Alþingistíðinda. (1661)

119. mál, bráðabirgðatekjuöflun fyrir Hafnarfjarðarkaupstað

*Einar Olgeirsson:

Ég vildi bara fyrir hönd okkar félaganna lýsa yfir því, að við vorum á móti þessum lögum, þegar þau voru sett, og að ég er enn á móti þeim, og það því fremur, sem það lítur út fyrir, að nú rakni úr fyrir Hafnarfjarðarkaupstað, þegar hann getur farið að leggja skatt á togaraútgerðina. Ég tel það rétt, að þessi nefskattur falli niður um leið og sú breyting verður gerð, að togarafélögin hætti að vera skattfrjáls.