15.04.1940
Neðri deild: 36. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í C-deild Alþingistíðinda. (2049)

37. mál, útflutningur á áli

Frsm. meiri hl. (Skúli Guðmundsson):

Eins og fram kemur í nál., sem fyrir liggja, þá hefir sjútvn. ekki getað orðið sammála um afgreiðslu þessa frv.

Í þessu frv. er lagt til, að félagi, sem heitir Álaræktarfélagið, verði veitt einkaleyfi fyrir næstu 10 ár til þess að selja ál á erlendum markaði og að á þeim tíma verði öllum öðrum óheimilt að flytja þessa vöru út. Í grg., sem fylgir frv., er nokkuð sagt um fyrirætlanir þessa álaræktarfélags, en auk þess fékk sjútvn. samþykktir félagsins til athugunar. Það virðist svo sem þeir, er standa að frv., hafi ekki gert sér fullljóst, hvernig þeir myndu haga sinni starfsemi, því m. a. hafa þeir gert ráð fyrir að hetja álaklak, en eftir þeim upplýsingum, sem n. hefir fengið, þá getur ekki verið um slíki að ræða, því það er ekki hægt. Hitt er hægt, að fá álaseiði keypt og setja þau í vötn til uppeldis þar. Það hefir hinsvegar ekki verið, mér vitanlega, neinn útflutningur á þessari vöru.

Meiri hl. n. telur, að það væri æskilegt, að tilraun væri gerð með útflutning og sölu á þessari vöru á útlendum markaði. Þó vill meiri hl. n. gera á frv. nokkrar breyt. Í fyrsta lagi vill hann stytta einkaleyfistímann, svo að hann sé aðeins á ár, og að einkaleyfið gildi aðeins um lifandi ál, en félagið hefir gefið upplýsingar um, að það væri einmitt það, sem aðallega vekti fyrir því, að flytja álinn út lifandi. Þó frv. verði samþ., þá er engum bannað að flytja út ál öðruvísi, en það er af ýmsum talið líklegt, að fá mætti markað erlendis fyrir reyktan ál.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta að svo stöddu, en vísa til nál. meiri hl. n þskj. 419, en þar eru þær breyt., sem meiri hl. n. vill gera á frv.