28.03.1940
Neðri deild: 24. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 117 í C-deild Alþingistíðinda. (2157)

71. mál, raforkuveitusjóður

*Ásgeir Ásgeirsson:

Í sambandi við annað frv., sem lá hér fyrir deildinni og vísað var til ríkisstj., benti ég á, hve það væri stórum varhugavert, ef ríkið tæki ómakslaun fyrir ábyrgðir sínar. Þessu frv. fylgir ekki sá ágalli, og einnig er farið hóflegar í sakirnar í því að leggja byrðar á rafveiturnar. Þess vegna er ég ekki verulega á móti þessu frv., tel að vísu, að það ætti enn að bíða, en vilji hv. þdm. samþ. það nú, kostar það aðeins endursamning laganna síðar í samráði við ríkisstj. og aðra aðila, sem þar eiga einkum hlut að máli.