19.04.1940
Neðri deild: 45. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 190 í C-deild Alþingistíðinda. (2315)

118. mál, skattgreiðslur útgerðarfyrirtækja

*Steingrímur Steinþórsson:

Ég held, að hugsanagangur hv. 6. þm. Reykv. sé orðinn mjög á ruglingi, því hann heldur því blákalt fram, að gengið sé í sama farvegi og í fyrra. Ég er svo alveg undrandi á því að heyra þingmann halda fram annari eins fjarstæðu og endileysu. Veit hann ekki, að gengið var fellt í fyrra og hefir ekki verið hækkað síðan? Álítur hann, að sama hlutfallið sé milli sterlingspundsins og krónunnar eins og í fyrra? Það er víst það, sem er að þvælast fyrir honum, að pundið hefir lækkað, en sennilega væri nú annað hlutfall milli pundsins og krónunnar, ef við hefðum ekkí lækkað gengið. Þetta sýnir, hvílíkur ógnar hrærigrautur er í heila hv. þm. (Viðskmrh.: Hann heldur, að Englendingar hafi lækkað pundið af því, að við lækkuðum krónuna).