18.04.1940
Sameinað þing: 20. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í D-deild Alþingistíðinda. (2519)

93. mál, innflutningur á byggingarefni o. fl.

*Einar Olgeirsson:

Herra forseti! Eins og hv. 1. flm. sagði, þá eru brtt. allshn. til að draga úr því, að till. nái tilgangi sínum, og álít ég þær mjög óheppilegar. Mér finnst, að það ætti eindregið að vinna að því að bæta þau vandræði, sem byggingarmenn eru nú komnir í vegna innflutningserfiðleika á byggingarefni. Ég mun greiða atkv. móti brtt. n., en með tillgr. eins og hún var orðuð upphaflega. Ég treysti því, að ríkisstj. muni samt sem áður álíta það skyldu sína að gera allt5 sem í hennar valdi stendur, til að innflutningur fáist á byggingarefni, og láta byggingamenn njóta þess réttar, sem þeir eiga heimtingu á. Jafnvel þó að 2. liður í brtt. sé ekki eins vel orðaður og æskilegt væri, mun hann verða í framkvæmdinni þannig, að faglærðir iðnaðarmenn verði notaðir við alla þá vinnu, sem ríkið lætur framkvæma.