29.03.1940
Efri deild: 24. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 218 í B-deild Alþingistíðinda. (313)

84. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Frv. þetta er shlj. gildandi l. um þetta efni. N. hefir borið það saman við l. og séð, að svo er. N. hefir lagt til, að 2 smáefnisbreyt. séu gerðar á frv., og eru þær á þskj. 231. Önnur brtt. er um það, að 10. liður sé hækkaður úr 3 þús. kr. upp í 5 þús. kr. Þessi liður gerir ráð fyrir því, að þrátt fyrir frestun l. um læknishéraða- og prestakallasjóði skuli þó 3 þús. kr. renna í prestakallasjóð. Brtt. fer fram á, að þessar 3 þús. kr. séu hækkaðar upp í 5 þús. kr.

Þegar þessir liðir voru upphaflega settir inn í l., þá var alveg frestað framkvæmd 1. um læknishéraða- og prestakallasjóði.

Eins og hv. þdm. sjáifsagt vita, þá er það ákvæði í l., að ef þessar embættismannastéttir eru ekki fullskipaðar, þá skuli nokkur hluti þess. sem þannig sparast ríkissjóði, renna til þess að bæta upp að nokkru leyti þessi skörð, sem verða í starfi viðkomandi stétta við það, að embættin eru ekki veitt. Þessi l. eru eðlileg.

Því var frestað á sínum tíma að greiða þetta, en í fyrra var þessi frestur afnuminn að því er kemur til læknishéraðasjóða. Þau l. eru aftur komin í framkvæmd, svo í þessa sjóði rennur það fé, sem ákveðið er.

Aftur á móti er enn frestað ákvæðum 5. gr. I. um prestakallasjóði og n. fannst það ekki nema sanngjarnt, að nokkuð rífara fé mætti þá renna til þeirra. Ég veit ekki upp á víst, hvað mörg prestaköll það eru, sem eru óveitt, en það munu vera undir 15 þús. kr., sem ættu að renna til þeirra, ef l. væru framkvæmd. Mörg árin hafa það verið 12–16 þús. kr., sem hafa átt að renna til ráðstöfunar kirkjuráðs í þessu skyni. ef 1. hefði ekki verið frestað. N. fannst það því ekki nema sanngjarnt, að þessi upphæð væri dálítið hækkuð.

Það er líka önnur ástæða, sem kemur hér til greina, en hún er sú, að sumt af þeirri starfsemi, sem kirkjuráðið hefir með höndum, er þess eðlis, að hún hækkar töluvert með aukinni dýrtíð, t.d. útgáfustarfsemi, sem kirkjuráðið styður að. Það er enn ein ástæða, sem mælir með þessu. Meðan þessi l. voru í gildi, þá rann til ráðstöfunar kirkjuráðs nokkuð mikið fé, en kirkjuráðsmennirnir fóru að eins og vitrir ráðsmenn, að þeir lögðu fyrir nokkurt fé, sem þeir hafa svo treint til að borga með þá starfsemi, sem þeir hafa með höndum. Nú er þetta fé þrotið. Nú er því ekki um annað fé að ræða en það, sem á hverjum tíma má renna til ráðstöfunar í þessu skyni.

Ég fyrir mitt leyti hefði óskað þess, að þessi l. væru tekin út, svo þessi meinlausu l. um læknishéraða- og prestakallasjóði hefðu fengið að koma til framkvæmda. Ég vildi þó ekki fara fram á það, heldur kaus ég að vera samnm. mínum samferða, svo n. gæti óklofin skilað þeim till., sem koma fram.

2. brtt. n. er samskonar að því leyti, að þar er líka um 2 þús. kr. hækkun að ræða. Búnaðarmálastjóri kom á fund n. og tjáði henni, als það mundi láta nærri, ef þetta tillag væri hækkað um 2 þús. kr., að hægt væri að framkvæma þau l., sem hér um ræðir. Ef ætti að draga svo úr þessu, að ekki væri hægt að framkvæma l., þá ætti heldur að taka þennan lið burt úr 1. Hann sagði réttilega, og n. sá það einnig, að það væri samt sem áður aðhald í því, að þessi liður væri í l., því þá mætti ekki fara fram úr 70 þús. kr., svo það gæti orðið til þess, að ný starfsemi væri síður hafin. hað gæti kannske verið rétt að skera niður 1/3 eða 1/2 af allri upphæðinni og skera svo framlögin niður á sama hátt, en að skera 2 þús. af 10 þús. getur á hinn bóginn komið ónotalega við. Það geta orðið vandræði úr því í framkvæmdinni.

Það verður að gera ráð fyrir því, að l. um þetta atriði fái að vera í gildi, þó ekki vinnist tími til að breyta fjárl.ákvæði í samræmi við það.

Þá eru það 2 prentviliur, sem n. taldi rétt að leiðrétta með brtt., úr því að hún tók eftir þeim. Það er sérstaklega önnur í 15. lið, sem breytir efni gr., því þar stendur „menntaskólanum“ fyrir „menntaskólunum“.

Ég vil aðeins benda á það, sem mér hefir verið bent á, eftir að n. skilaði till., að í 20. liðnum er klausa í niðurlaginu, sem í raun og veru er gengin úr gildi, en þetta má athuga fyrir 3. umr.