12.03.1940
Neðri deild: 15. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í B-deild Alþingistíðinda. (442)

13. mál, ráðstafanir vegna styrjaldar

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég var ekki kominn á fund, þegar mál þetta var til 1. umr., en grg. frv. er svo ýtarleg, að ég sé ekki ástæðu til að flytja sérstaka framsögu um málið. Hinsvegar vil ég benda á, að allshn., sem flytur frv. samkv. ósk ríkisstj., hefir borið fram tvær brtt. á þskj. 80. Fyrri brtt. er við 2. málsgr. 2. gr., um það að fella niður orðin „og einstakra manna“, og stafar af því, að n. þótti við nánari athugun of langt gengið í því að leyfa rannsókn á birgðum eins og er í frv. upphaflega og leggur því til, að dómsúrskurð þurfi til slíkra rannsókna hjá einstökum mönnum. Síðari brtt. er um, að l. öðlist þegar gildi.