12.03.1940
Neðri deild: 15. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 283 í B-deild Alþingistíðinda. (556)

59. mál, dragnótaveiði í landhelgi

*Frsm. (Finnur Jónsson):

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara að ræða við hv. þm. Borgf. um gagnsemi eða skaðsemi dragnótaveiðanna. Almennur þingvilji liggur fyrir því, að dragnótaveiðum sé haldið áfram í sama horfi, og það er einnig almennur vilji fiskimanna. Hitt er annað mál, hvort ætti að taka inn í löggjöfina eftirlit með þessum málum. Það gæti vel komið til athugunar að setja sérstakan eftirlitsmann, til þess að hafa eftirlit með því, að ákvæðum l. og væntanlegrar reglugerðar um stærð fiskjar og minnstu möskvastærð sé fylgt. Ég held. að þetta eftirlit ætti ekki að þurfa að verða mjög dýrt, en ætti samt að geta komið að fullu gagni. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er aðallega flutt í þeim tilgangi að samræma l. við þá reglugerð, sem gefin hefir verið út um möskvstærð og lágmarksstærð fiskjar. Ef hv. þm. Borgf. vildi flytja till. um að auka eftirlitið, þá segi ég fyrir mitt leyti, án þess að hafa rætt um það við meðnm. mína, að ég mundi með ánægju taka það til athugunar í sjútvn.