29.04.1941
Sameinað þing: 10. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í B-deild Alþingistíðinda. (155)

1. mál, fjárlög

Forseti (HG):

Út af ummælum hv. 4. landsk. (ÍslH) vildi ég leiðrétta tvennt hjá þessum hv. þ

Hann sagði, að forseti hefði skýrt frá því, að breytt yrði frá venju með því að hafa ekki útvarpsumr. við þessa umr. fjárl. Þetta er rangt. Ég sagði, að samkvæmt tilmælum þingfl. yrðu ekki útvarpsumr. hafðar við þessa umr., en jafnframt tilkynnti ég, að ef einhver hv. þm. óskaði eftir að hafa útvarpsumr., þá yrði leitað atkv. þm. um breyt. út frá þessari venju.

Það er ekki rétt heldur, að það sé brot á þingsköpum að hafa ekki útvarpsumr. nú við þessa umr. Í 55. gr. þingskapa Alþ. stendur:

„Nú óskar þingflokkur, að umræðu verði útvarpað, og snýr þá formaður flokksins tilmælum sínum til forseta. Skal forseti þegar tilkynna það formönnum annarra þingflokka, en þeir leita samþykkis flokks síns svo fljótt sem auðið er. Útvarpa skal umræðu, þegar samþykki allra flokka kemur til.“

Eftir þessu ákvæði hefur verið farið og ekki breytt neitt á móti þingsköpum í þessu efni að neinu leyti, svo að hv. 4. landsk. hefur yfir enga að kvarta í þessu efni. Og um útvarp 1. umr. fjárl. er skýrt tekið fram í 51. gr. þingskapa, hverju útvarpa skuli af þeirri umr., en það er framsöguræða fjmrh. um fjárlfrv. og ef óskað er, hálfrar stundar ræðum af hálfu annarra þingfl., enda hefur fjmrh. þá rétt til stundarfjórðungs svarræðu. Meiru er ekki skylt að útvarpa af 1. umr. fjárl., nema þegar samþykki allra flokka kemur til samkv. 55. gr. þingskapa. Hér hafa því á engan hátt verið brotin þingsköp.