06.05.1941
Neðri deild: 52. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í B-deild Alþingistíðinda. (1954)

119. mál, verðlagsuppbót til héraðsgagnfræða og húsmæðraskóla

Skúli Guðmundsson:

Þar sem hv. frsm. fjhn. er ekki viðstaddur, vil ég gera grein fyrir skoðun n. á málinu. N. leggur til, að frv. verði samþ., þó með þeirri breyt., sem flutt er á þskj. 251, en það er till. hæstv. viðskmrh. um, að þessi l. skuli einnig ná til húsmæðraskóla. Yrði þá að breyta fyrirsögn frv. samkv. því, ef till. verður samþ. Þá vill n. taka fram, að hún telur eðlilegt, ef frv. verður samþ., að verðlagsuppbótin verði greidd á þennan styrk til skólanna fyrir árið 1940, jafnhá þeirri uppbót, sem greidd er á laun opinberra starfsmanna það ár.