06.05.1941
Neðri deild: 52. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í B-deild Alþingistíðinda. (1955)

119. mál, verðlagsuppbót til héraðsgagnfræða og húsmæðraskóla

Finnur Jónsson:

Ég vildi skjóta því til n., hvort henni fyndist ekki rétt, að greiðsla þessarar verðlagsuppbótar næði ekki eingöngu til húsmæðrafræðslu í sveitum, heldur einnig til húsmæðraskóla í kaupstöðum. Ég vona, að n. sjái sér fært að breyta þessu fyrir 3. umr., að orðin „í sveitum“ falli burt úr till.