04.06.1941
Efri deild: 71. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 994 í B-deild Alþingistíðinda. (2574)

70. mál, Háskóli Íslands

Forseti (MJ) :

Ég vil aðeins svara því, að það er samkv. ósk minni hl. n., að ég tók málið ekki fyrir á undan öðrum málum dagskrárinnar. Minni hl. n. óskaði eftir því, að málið kæmi ekki undir atkv., meðan vitað er, að þm. eru ekki komnir eða jafnvel alls ekki í bænum. Ég mun því ef til vill taka einhver önnur mál til umr. fyrst og sjá til, hvort ekki mæta fleiri þm., því að mér finnst óviðkunnanlegt að taka málið fyrir, meðan vitað er, að þm. eru ekki allir viðstaddir, svo framarlega sem málinu verður ekki stefnt í hættu á þinginu með því.