15.04.1941
Efri deild: 35. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1040 í B-deild Alþingistíðinda. (2643)

85. mál, tollskrá

Frsm. (Magnús Jónsson) :

Það er rétt hjá hv. 1. þm. Eyf., að n. hefur ekki haldið fund um málið síðan það var borið fram, og stafar það af því, að lítill tími hefur unnizt til þess síðan, og eins af hinu, að n. er ekki fullskipuð. Er óviðkunnanlegt að halda fund í n., sem hefur ekki nema þrjá meðlimi, þegar einn er fjarverandi. Væri ef til vill æskilegt, að hæstv. forseti hlutaðist til um, að sá flokkur, sem þennan mann á, tilnefndi annan í hans stað. — En svo er annað: Tilefni hefur ekkert gefizt til að halda fund, og n. hafa ekki borizt óskir um, að breytingar séu gerðar. Hins vegar er ég fús til að halda fund fljótlega, og vil ég ekki, að svo sýnist sem ég hafi spyrnt. á móti því, að fundur væri haldinn og brtt. ræddar.

Annars er það svo um tollskrána, líkt og vegal., að ef farið er á stað með breytingar, þá er varla til sá maður á Íslandi, sem ekki hefði einhverjar brtt. að gera, en menn vara sig ekki á því, að sérhver breyting veldur mikilli röskun á heildarlöggjöfinni. Er það verkefni milliþn., sem ynni þá að málinu mjög kostgæfilega, að gera slíkar brtt., en ekki einstakra þm.