14.06.1941
Neðri deild: 80. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1066 í B-deild Alþingistíðinda. (2704)

136. mál, ófriðartryggingar

Frsm. (Garðar Þorsteinsson) :

Út af ræðum hv. þm. Borgf. og hv. þm. N.-Þ. vil ég geta þess, að það eru aðallega 3 atriði, sem eru athugandi í sambandi við 7. og 21. gr. frv. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir í .30. gr., að ríkið geti tekið lán til bráðabirgða til þess að greiða ófriðartryggingarkostnað. Að því er snertir fyrra atriðið í þeirri gr. er gert ráð fyrir því, að Ófriðartryggingunni sé heimilt að taka — til bráðabirgða — lán gegn veði í iðgjöldum, ef bæta þarf tjón samkv. II. og III. kafla. Að því er snertir síðara atriðið, er gert ráð fyrir því, að ríkisstj, sé heimilt að taka lán eða veita nauðsynlegar tryggingar fyrir láni, er Ófriðartryggingin tekur. Það verður hins vegar löggjafans að ákveða, hvort greiða eigi bætur fyrir tjón af ófriðarvöldum. Hitt leiðir af sjálfu sér, að það er hagkvæmt fyrir Ófriðartrygginguna að hafa að ófriðarlokum handbært fé, til þess að greiða tryggingarnar með. Það er þess vegna, sem gert er ráð fyrir því í l., að það sé ekki nú þegar borgaður nema lítill hluti af því tjóni, sem verða kann, — hitt verður svo greitt eftir ófriðarlok.