14.06.1941
Neðri deild: 80. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1170 í B-deild Alþingistíðinda. (2761)

168. mál, ráðstafanir og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Forseti (JörB) :

Það má gera ráð fyrir, að fundir í Sþ. standi fram á kvöld, svo að ekki er útlit fyrir, að við höfum nema tímann til kl.3 til starfa hér í d. Samt sem áður vil ég ganga til móts við hv. þm. Borgf. og fresta málinu um stund, en vildi mjög gjarnan óska eftir því við hv. þdm. að reyna að koma áleiðis nokkrum málum, sem ég hygg ágreiningslaus.