16.06.1941
Efri deild: 82. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1234 í B-deild Alþingistíðinda. (2806)

168. mál, ráðstafanir og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Ástæðan til þess, að ég hef ekki svarað ýmsum fjarstæðum, sem hafa verið sagðar hér, er ekki sú, að ég hafi samþ. réttmæti þeirra, heldur hef ég ekki viljað munnhöggvast við þessa menn. Vil ég þar sérstaklega nefna hv. 2. landsk. og hv. 1. þm. Reykv. Ég vil bara segja það, að breyt., sem gerðar kynnu að vera á frv. nú, mundu nokkuð auka hættu á því, að það yrði óútrætt á þinginu, en það er þó ómögulegt annað en hv. þm. verði í því efni að fara eftir, hversu mikið þeir leggja upp úr því annars vegar að fá breyt. samþ. og hins vegar úr þeirri hættu, að frv. kunni að verða óafgr. Sumir hv. þm. leggja mikið kapp á að fá breyt. samþ. við frv. Það er eins og þeir vantreysti ráðh. sínum til að standa í ístaðinu fyrir sinn málstað, því að það þarf ekki nema einn ráðh. til að koma í veg fyrir, að þessi heimild sé notuð að einhverju eða öllu leyti. A. m. k. er það alveg áreiðanlegt, að afstaða eins ráðh. hefur mjög mikil áhrif á, hvernig slík heimild er notuð.

Ég vil þess vegna benda mönnum á, að það ætti ekki að vera svo hættulegt að afgr. frv. óbreytt, þar sem allir þm. eru á því að gefa talsverða heimild til skattaálagningar eins og gert er ráð fyrir í frv.