10.05.1941
Neðri deild: 56. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í C-deild Alþingistíðinda. (3070)

31. mál, raforkusjóður

Haraldur Guðmundsson:

Í sambandi við það, sem hv. þm. Borgf. sagði, skal ég að vísu játa það, að það er alveg rétt, að ég hef ekki tekið nógu greinilega fram í ræðu minni, að ef reiknað er langt fram í tímann, svo sem 30–40 ár, verða meiri tekjur af rafstöðvunum með skattinum, sem gert er ráð fyrir í frv., heldur en nú. En ég hygg, að nægilegt sé að reikna 10 ár fram í tímann, því að hvorugur okkar hv. þm. Borgf. sér lengra fram í þeim efnum.