12.03.1941
Neðri deild: 16. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í C-deild Alþingistíðinda. (3153)

54. mál, fiskveiðasjóður Íslands

Flm. (Pétur Ottesen) :

Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er í nánu sambandi við frv. það, er var hér síðast til umr. (frv. til 1. um breyt. á l. um fiskveiðasjóðsgjald), og kemur fram sem afleiðing af því. Það gengur eingöngu út á að rýmka lánsskilyrði úr sjóðnum, sem eru allt of þröng, en hægt er að rýmka samkv. því sem hér er lagt til, ef frv. mitt um fiskveiðasjóðsgjald verður samþ.

Mér þykir ekki ástæða til að rekja hér, í hverju þessi rýmkun felst, því að frv. sjálft ber það greinilega með sér og er þar að auki tilgreint í grg. þess. Frv. þetta er sem sagt í órofasambandi við frv. um fiskveiðasjóðsgjald, en það nær ekki tilgangi sínum nema það frv. verði samþ. eða þá að aðrar hliðstæðar tekjur falli sjóðnum í skaut með öðrum hætti.

Ég legg til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til sjútvn.