20.02.1941
Efri deild: 4. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 228 í B-deild Alþingistíðinda. (340)

4. mál, stimpilgjald

*Fjmrh. (Jakob Möller) :

Gjald það, sem hér er lagt til, að fellt sé niður, er að vísu ekki mikilvægt og með því eru ekki lagðar þungar kvaðir á menn, en það hefur löngum þótt hvimleitt, og er ríkisstj. öll sammála um að leggja til, að það sé niður fellt. Að öðru leyti vísa ég til grg. — Þá legg ég til, að frv. verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og fjhn.