16.05.1941
Sameinað þing: 18. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í D-deild Alþingistíðinda. (3533)

154. mál, sjálfstæðismálið

*Sigurður Kristjánsson:

Það eru aðeins örfá orð. Þegar ég bar fram till. mína um að umr. yrði frestað, þá var það ekki aðeins af því, að ég teldi málið þess vert, heldur vildi ég með því koma í veg fyrir, að hér séu felldar till., sem ég vil telja mjög óheppilegt, þó að þær gangi nokkuð lengra heldur en till. stj. Ég hefði þess vegna talið miklu heppilegra, að umr. hefði verið frestað og náðst hefði samkomulag um þær. Samt mun ég nú ekki bera fram brtt. við þetta mál, Þó að ég hafi mikla tilhneigingu til þess, enda vil ég ekki verða til þess, að hér séu felldar till., sem frá sjónarmiði almennings mundu ef til vill verða taldar æskilegri heldur en það, sem samþ. verður. Nú er náttúrlega um seinan að fresta umr., og þessi till., sem hér liggur fyrir, hlýtur að koma undir atkvæði. En ég vil nota tækifærið til þess að svara því, sem hæstv: forseti sagði og eflaust er rétt, að hann hafi ekki vitað annað en þm. væri kunnugt um þessa till. og hvað væri á dagskrá í kvöld. Ég get lýst yfir því, að ég fór tvær ferðir upp í alþingishús til þess að reyna að komast að, hvaða dagskrá væri ákveðin, og fékk síðast að sjá hana hjá skjalaverði, eftir mikla fyrirhöfn. En aðra af þessum till. fékk ég ekki að sjá fyrr en ég kom á þingfund. Mótmæli mín gegn því, að umr. færu fram að sinni, voru því. fullkomlega á rökum byggð, þó að hæstv. forseta hafi ekki verið kunnugt um það.