03.04.1941
Efri deild: 30. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 240 í B-deild Alþingistíðinda. (403)

75. mál, leigutaka á húsnæði í sveitum og kauptúnum o.fl.

Sigurjón Á. Ólafsson:

Það, sem helzt þyrfti að athuga í nefnd, er, hvort hér sé nægilega tæmandi upptalning á því, sem veita þarf stj. heimild til að gera. Ég held, að fleira en talið er gæti komið til mála, þótt ég nefni ekkert sérstakt að sinni. Ég held það ætti ekki að þurfa að tefja sérstaklega fyrir málinu, þótt það kæmi í nefnd. Þar yrði reynt að hraða því eins og unnt væri.