08.04.1941
Efri deild: 33. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 243 í B-deild Alþingistíðinda. (411)

75. mál, leigutaka á húsnæði í sveitum og kauptúnum o.fl.

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Brottflutningur barna héðan byggist vitanlega á því, að við verðum a. m. k. að vera við því búin, að til einhverra , hernaðaraðgerða komi hér. Ég geri ráð fyrir, að ef sú nauðsyn verður fyrir hendi að flytja æskulýðinn burt í þúsundatali, veiti ekki af að gera ráð fyrir, að fleiri þurfi að fara burt dag og dag, og það geta ekki kallazt skemmtiferðir, þó að fólki, sem við mikla erfiðleika á að stríða, sé nauðsynlegt að fara burt stuttan tíma sér til hvíldar. — Það hefur líka verið talað um, að gera mætti Laugarvatn að sjúkrahúsi, ef nauðsyn krefði, svo að á þessu stigi málsins er ekki ástæða til að gera ráð fyrir, að Laugarvatn verði tekið leigunámi sem dvalarstaður fyrir kaupstaðarbörn.

Annars býst ég ekki við, að þetta valdi deilum hér í hv. d.