18.04.1941
Neðri deild: 39. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í B-deild Alþingistíðinda. (436)

75. mál, leigutaka á húsnæði í sveitum og kauptúnum o.fl.

Forseti (JörB) :

Ég hef reynt að hraða afgreiðslu þessa máls sem mest, vegna þess, að ég gat búizt við því, svo sem það er vaxið, að það kynni að hafa nokkra þýðingu, að því væri flýtt. En ef það þykir skipta nokkru máli, að frestur verði veittur, vil ég veita hann þar til síðar í kvöld. En þá teldi ég hyggilegra, að þessi brtt. yrði einnig látin bíða til 3. umr. (SvbH: Ég hef fallið frá beiðni minni um frest). En nú liggur fyrir brtt., og vera má, að ekki sé öllum ljóst, hverju hún varðar.