18.04.1941
Neðri deild: 40. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (453)

75. mál, leigutaka á húsnæði í sveitum og kauptúnum o.fl.

*Sveinbjörn Högnason:

Það er dálítið óvenjulegt að heyra, að menn vilji ekki viðurkenna það, að þeir bæti ráð sitt. Þess vegna undrar mig dálítið, að hv. frsm. allshn. fannst það sá eini galli á minni ræðu, að ég hefði gefið þessari hv. n. þann góða vitnisburð, að hún hefði bætt ráð sitt. Ef hún vill ekki viðurkenna það, þá sé ég ekki ástæðu til þess að vera að hrósa n. eða frsm. n. fyrir það, því að þá er bersýnilegt, að n. hefur snúið þarna óviljandi til betri vegar. En þó að hv. frsm. hafi bætt ráð sitt óviljandi, og kannske n. öll, þá vil ég fagna því. hví að það, sem ég talaði um, og líka meðflm. minn að brtt. hér í dag, um það að breyta þessari frvgr. þannig, að eftir orðalagi hennar væri sveitafólkið ekki réttlaust, svo að það mætti taka af því sín hús og reka það út, þá hefur n., þó að hún hafi breytt þessu orðalagi, ekki gert það viljandi, heldur hefur hún þar óviljandi bætt ráð sitt, með því að leggja það til, að landsfólkið verði allt jafnrétthátt til þess að búa í þessum húsum. Við getum vel við unað að fá þessa leiðréttingu, og getur hv. frsm. lifað í sinni trú.