16.05.1941
Efri deild: 62. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 391 í B-deild Alþingistíðinda. (752)

19. mál, óskilgetin börn

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Ég verð að játa um það þskj., sem ég hafði fyrir framan mig, nr. 401, sem er brtt., sem kom fram í hv. Nd. frá allshn., að við nánari athugun sé ég, að brtt. var ekki samþ. Ég sé, að á þskj. 473 er frv. í þeirri mynd, sem það liggur nú fyrir. Ég reiknaði sem sagt með því, að þessi brtt. n. hefði verið samþ. Og ekki ber að neita því, að það er allt annað viðhorf, sem kemur fram í

frvgr. nú, heldur en fólst í þeirri brtt., sem ég lýsti áðan og hafði reiknað með, að hefði verið samþ.

Ég er ekki viðbúinn, hvorki fyrir mig eða n. í heild, að svara um það, hvort n. fellst á orðalag frv. eins og það er nú. Vildi ég mælast til þess við hæstv. forseta, af því að ég hygg, að málið þurfi ekki að dragast úr hömlu fyrir það, að málið verði nú tekið af dagskrá, svo að allshn. gæti rætt um það, hvort hún vildi breyta frv. eða mæla með því óbreyttu eins og það er nú.