24.05.1941
Neðri deild: 66. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 426 í B-deild Alþingistíðinda. (861)

7. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Forseti (JörB) :

Hv. 8. landsk. þm. hefur boðað brtt. við frv., á þskj. 620, en sú brtt. er ekki komin frá prentsmiðjunni, og vil ég því spyrja hv. þm., hvort hann vilji ekki bera brtt. fram skriflega. (EE: Ég er ekki við því búinn.) — Það vill nú svo til, að brtt. berst mér í þessum svifum, og er henni nú útbýtt í deildinni. Þar sem brtt. er of seint fram komin, verður að veita afbrigði frá þingsköpum, til þess að hana megi taka til meðferðar á fundinum.