20.04.1942
Efri deild: 37. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í B-deild Alþingistíðinda. (106)

3. mál, útsvör

Ingvar Pálmason:

Ég skal ekki dæma um. það, hversu mikið réttlæti felst í þessari brtt. hv. 2. landsk. Það er ekki ósennilegt, að það sé betra, að formaður þessarar n. s,é ekki kosinn aðeins til eins árs í senn, þó er það náttúrlega undir atvikum komið. Það getur verið, ef svo hittist á, að valinn sé óreyndur maður í þetta formannsstarf, sem þó hafi skilyrði til að reynast vel, þá sé heppilegt, að hann sé kosinn til 4 ára. En hins vegar, ef bæjarstjórnin er svo heppin að hafa valið góðan formann í fyrsta skiptið, þá sé ég ekki ástæðu fyrir því að búast við, að það þurfi að leggja það fyrir bæjarstjórnimi, að hún skuli ekki skipta um formanninn.

Svo er formsatriðið í þessu efni. Ég er ekki búinn að átta mig svo vel á efni þessarar skrifl. brtt., að ég, þó að ég hafi heyrt hana lesna einu sinni, sé búinn að sannfærast um, að hún ekki skemmdi form frv., ef hún væri samþ. Það mundi e.t.v. vera álitið klasturslegt form á frv., ef brtt. væri samþ. Og þegar ég get ekki fundið svo brýna ástæðu fyrir því, að þessi efnisbreyt. á frv. komist að, þá get ég ekki fylgt brtt., þar sem hún mundi e.t.v. líka skemma form frv.