09.05.1942
Efri deild: 53. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 441 í B-deild Alþingistíðinda. (1215)

50. mál, aðstoðarlæknar héraðslækna

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er komið hingað aftur frá hv. Nd. og hefur tekið þar þeirri einu breyt., að laun þau, sem ákveðið er í frv., að greiða megi úr ríkissjóði til hinna umr æddu aðstoðarlækna, sem frv. er um, verði hækkuð úr 300 kr. í 400 kr. á mánuði. Þessi breyt. skiptir mjög litlu máli, og er allshn. þessarar hv. d. samþykk breyt. og leggur til, að frv. v erði samþ. eins .og það kemur nú frá hv. Nd.