31.03.1942
Neðri deild: 28. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í B-deild Alþingistíðinda. (1379)

69. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil við þessa umr. segja nokkur orð og skýra viðhorf Framsfl. til þessa máls. Ég vil einnig um leið, ef hæstv. forseti hefur ekkert á móti því, minnast á frv. um stríðsgróðaskatt, sem hér liggur einnig fyrir til umræðu.

Rétt fyrir núverandi stríð var hér sett á laggirnar nefnd manna, er skyldi rannsaka skattamál landsins. Skoðanir manna um skattamál hafa löngum, svo sem að líkum lætur, verið mjög misjafnar. Nefndin starfaði lengi og rannsakaði þessi mál, og n. hafði ekki lokið störfum sínum, þegar stríðið, sem nú geisar, brauzt út, en þá urðu, sem kunnugt er, miklar breytingar á tekjum einstaklinga og félaga. Nefndin lauk síðan störfum og skilaði áliti. Var það haft til hliðsjónar við þær breyt. á skattalöggjöfinni, sem voru gerðar á þingi 1941, en ég rek ekki frekar hér.

Eitt atriði í skattalöggjöfinni, sem Framsfl. hafði strax mikinn áhuga fyrir, kom til rannsóknar í nefndinni. Undanfarið hefur verið leyft að draga frá tekjum greiddan tekjuskatt og útsvör greidd á árinu. Skattstiginn var tiltölulega mjög hár og sýndi hærri greiðslur en inntar voru af hendi. — Enda var það oft svo, að skattabyrðin reyndist helmingi minni en skattstiginn gaf til kynna. Það var því ljóst. ef þessum frádrætti var haldið áfram, að ekki var hægt að leggja á háa skatta. Bið ég menn að taka vel eftir því. Ef gróðinn er mikill aðeins eitt ár, má segja, að hægt hafi verið að skattleggja hann sem skyldi. En ef mörg gróðaár fara saman, var það allsendis ómögulegt. Framsfl. gerði það því að till. sinni í mþn., að skattur skyldi lagður á nettótekjur, en frádráttur ekki leyfður.

Á þingi 1941 fékkst ekki samkomulag um þetta ákvæði, en Framsfl. lýsti því þá yfir, að hann mundi halda áfram að vinna að þessu.

Á s.l. hausti lagði Framsfl. fram frv. til l. um breyt. á skattalögunum, og var þetta aðalatriðið, en frv. dagaði uppi. Þetta er því tekið upp aftur hér í frv. því, sem hér liggur fyrir, í samræmi við samkomulag, sem um það hefur orðið innan ríkisstj. Framsfl. lagði áherzlu á þetta atriði vegna þess, að ef þetta hefði ekki fengizt fram, hefði verið alveg þýðingarlaust að vera með háa skattstiga, því að þeir kæmu alls ekki að tilætluðum notum. M.ö.o., ekki var hægt að skattleggja — milljónagróðann nándarnærri eins og skyldi.

Eins og hæstv. fjmrh. sagði, er önnur aðalbreyt., sem frv. á þskj: 125 gerir ráð fyrir, að hætt verði að draga frá greiddan tekjuskatt og útsvar —, en skattstiginn hins vegar lækkaður til samræmingar við það, en hins vegar er stríðsgróðaskatturinn ekki lækkaður til samræmis, heldur þvert á móti hækkaður að hundraðshlutum (%), og kannske margfaldaður raunverulega. Ég vil í þessu sambandi vekja athygli á dæminu, sem sýnt er í grg. og sýnir áhrif þessara breyt. En áhrifin eru þau, að félag, sem borgar alls í útsvör og skatta að óbreyttri löggjöf tæpl. 74000 kr., greiðir nú, ef þessar breyt. ná fram að ganga, rúml 255000 kr., eða 3–4 földuð sú upphæð, er því ber nú að greiða. Hjá félögum, sem hafa hærri tekjur, er aukningin enn meiri. En ef haldið væri áfram frádráttarreglunni, mundi fyrirtæki, sem greiðir í ár mjög mikla skatta, þurfa lítið sem ekkert að greiða næsta ár. En skv. þessum nýju reglum er greiddur skattur af tekjum hvers árs án nokkurs frádráttar.

Niðurstaðan af þessum breyt. er sú, að félög verða nú að taka til greiðslu tekjuskatts og útsvars hluta af þeim sjóðum, er þau lögðu til hliðar á árinu 1940, og það, sem ekki fór í varasjóð 1941, fer nú til þess að greiða þá skatta, sem nú eru á lagðir. Þetta er aðalbreyt. og sú, sem við framsóknarmenn leggjum mest upp úr, meira heldur en breyt. á skattstiganum, sem hér er gerð, vegna þess að hér er bæði fengin heimild til þess að skattleggja stríðsgróðann 1941, og líka fundin skynsamleg regla til þess að fylgja í framtíðinni. Þegar menn fóru að athuga, hvernig þessar breyt. kæmu til með að verka, kom í ljós, að mjög örðugt mundi að hafa sömu reglurnar um varasjóði og áður giltu. Sérstaklega var það eitt atriði. Áður var reglan sú, að t.d. hlutafélög fengu að draga frá vissan hluta af varasjóðunum, en nú, þegar búið var að afnema frádráttinn, var ómögulegt að halda þessari reglu áfram, því að félögin fengu þá enga peninga til þess að leggja til hliðar. Það varð því að ráði að breyta þessari reglu, og nú er gert ráð fyrir, að félögin fái alveg skattfrjálst varasjóðstillag sitt, en það er lækkað að hundraðshluta (%). T.d. útgerðarfélög fá nú að leggja 331/3% skattskyldra tekna í varasjóð í stað 50% áður.

Hins vegar er ekki gott að segja, hvort það er hærri eða lægri upphæð. Fer það eftir ástæðum, hvaða hlutfall verður milli nýja og gamla fyrirkomulagsins. Hjá almennum hlutafélögum er skattfrjálsi hluti teknanna lækkaður úr 50% niður í 20%, vegna þess að það verður að líta svo á, að þau hafi ekki eins brýna þörf fyrir varasjóði og þau félög, sem reka áhætturekstur. Mér telst svo til, að ef þessi ákvæði, sem hér eru ráðgerð, verða samþ., verði stórgróðanum ráðstafað svo sem hér segir.

Ef um einstakling er að ræða, fær ríki og bær 90%. — Ef um einstaklingsútgerð er að ræða, fær

ríki og bær . . . . . . . . . . . . .. . . 72 %

til endurnýjunarsjóða ........... 20-

— frjálsra afnota .............. 8 -

Samtals 100%

Ef um áhætturekstrarfyrirtæki er að ræða, þá fær

ríki og bær . . . . . . . . . . . . . . .. . . . 60.0 %

til varasjóða ..................... 33.3

- frjálsra afnota . . . . . . . . . . . . . 6.7 -

Samtals 100.0%

Ef um hlutafélög, sem ekki reka áhættustarfsemi, er að ræða, þá fær

ríki og bær . . . . . . . . . . . . . . . . . 72 %

til varasjóða .................... 20 —

- frjálsra afnota ............. 8 —

Samtals l0d%

Þannig er ráðstafað stærsta hluta gróðans skv. frv. því, sem hér liggur fyrir. Ef fyrri ákvæði hefðu verið látin standa, þá hefði þetta verið óframkvæmanlegt af ástæðum þeim, sem ég hef áður drepið á.

Enn er það hins vegar að segja um þessa sjóði, sem undanþegnir eru þessari skattgreiðslu og leyft er að leggja fé til hliðar, og þá reglu, sem ætti að hafa í skattaálagningu, að það er hægt að hugsa sér tvær meginstefnur í skattamálunum. Önnur er sú að leyfa engar sjóðmyndanir, en þá verður auðvitað að hafa skattstigann þannig, að menn almennt geti byggt upp slíka sjóði, ef þeir vilja, af því, sem eftir er skilið. Því að allir verða að geta komið fyrir sig fótum, þegar vel árar. Það er ljóst, að menn verða að geta á þessum tímum eignazt fjármagn, ef von á að vera til þess, að menn geti eignazt atvinnutæki, þegar aftur verður mögulegt að fá þau. Þetta er önnur reglan, að leyfa engar slíkar sjóðmyndanir og hafa skattstigann mun lægri. Hin stefnan er sú, sem hefur verið höfð og enginn ágreiningur hefur verið um (nema að vísu, hve hár skatturinn skuli vera) að hafa skattstigann háan, sem hefur farið upp í 90% af skattskyldum tekjum yfir 200 þús. kr., en leyfa svo þeim, sem reka áhætturekstur, að leggja til hliðar vissar upphæðir. Þessi aðferð hefur þann kost, að það er hægt að hafa skattstigann hærri og ná meiru af gróða, sem ekki er sérstök ástæða til að leggja í varasjóði. Og þessi kostur hefur verið þess valdandi, að menn hafa yfirleitt heldur valið þessa leið í álagningu skatta. Þarna kemur til greina alveg sérstök ástæða, sem ég hef orðið var við, að þar sem hér má búast við svo miklum töpum annað veifið, og ef ekki væru leyfðir slíkir varasjóðir, þá mundu menn ekki þora að fara mjög hátt með skattstigann. En þá mundi falla undan skatti gróði þeirra, sem stöðugt græða.

Við þessa varasjóðsleið — þ.e. að hafa háan skattstiga og leyfa varasjóði — er það sérstaklega að varast, að varasjóðirnir og þessir sjóðir, sem leyft er þarna að setja á laggirnar, séu ekki notaðir til alls annars en til var ætlazt. M.ö.o., þeim sé ekki eytt í alls konar viðskipti og eyðslu, sem ekkert kemur atvinnurekstrinum við, og svo þegar til á að taka og á að fara að mæta erfiðleikunum og byggja upp ný atvinnutæki, þá séu þessir sjóðir ekki til. Úr þessu hefur verið reynt að bæta með þeirri löggjöf, sem sett var á síðasta þingi og nokkrum ákvæðum, sem hér eru sett til viðbótar til þess að tryggja þetta. Þetta er vitanlega ákaflega stórt atriði í málinu. Og það hefur verið gert með ýmsu móti í löggjöf síðustu ára að reyna að koma í veg fyrir þetta, fyrst og fremst með því að skylda útgerðarfyrirtæki til að leggja þannig ákveðið fjármagn til hliðar, sem þau skulu verja til að koma upp nýjum atvinnutækjum. Og sumpart hefur það verið gert með því að banna útgerðarfyrirtækjum að nota fjármagn sitt til annars en þess, sem við kemur rekstri félaganna. Það eru nú að vísu ekki mjög mörg ný ákvæði í þessu frv., sem hér liggur fyrir, sem snerta þetta atriði. Þó eru þar ákvæði, sem eiga að stefna í þessa átt. Og fulltrúar Framsfl. í sjútvn. munu flytja eina eða ég hygg tvær brtt. við frv., sem sérstaklega snerta þetta atriði málsins, við 2. umr., og fer ég ekki út í það hér, í hverju þær eru fólgnar. Hins vegar er hér í þessu frv. lagt til, að 50% af varasjóðstillagi útgerðarfélaga skuli lagt til hliðar í nýbyggingarsjóð. Og við munum sennilega gera till. um að færa það í 60%. Þó er það ekki fullráðið. Það er a.m.k. til athugunar. En ég hygg, að þau ákvæði, sem nú eru í l. og eiga að fyrirbyggja misnotkun varasjóðanna, þau séu líkleg til þess að ná tilgangi sínum. Og svo mikið er víst, að við framsóknarmenn erum alltaf reiðubúnir til þess, að athuga allar skynsamlegar till., sem fram koma til þess að tryggja einmitt þetta höfuðatriði, af því að okkur er ljóst, að slíkar sjóðmyndanir, þar sem tryggt er, að sjóðirnir verði notaðir eins og til er ætlazt, eru grundvöllur fyrir því, að hægt sé að hafa háan skattstiga, og að það er ekki hægt að fara jafnhátt með skattstigann, nema sjóðmyndanir eigi sér stað.

Nú getur verið skoðanamunur um það, hve mörg prósent af tekjum félaga skuli heimilað að leggja til varasjóðanna. En það er þá aðeins stigmunur, hvaða mismunandi skoðanir menn hafa í því efni. En ég geri ráð fyrir, að allir séu á því, að einhverjar slíkar sjóðmyndanir eigi að eiga sér stað, ef skattstiginn er jafn hár og hér er gert ráð fyrir. Hins vegar getur verið, að sumir hv. þm. aðhyllist það að breyta um stefnu og afnema öll sérákvæði um það úr skattal., en taka upp lága skattstigann í þess stað.

Ég sé svo ekki ástæðu til að hafa lengri ræðu um þessi mál. En áður en ég sezt niður, vil ég þó taka fram, að það eru tvö atriði sérstaklega (að vísu nokkur fleiri, sem ég sé ekki ástæðu til að minnast á hér), sem við framsóknarmenn höfum í athugun. Hið fyrra er það, að við munum flytja brtt. um það við stríðsgróðaskattsfrv., að skattskyldur skuli vera gróði af fasteignasölu og lausafjársölu. Við höfum ekki gengið frá því, hvernig þessi gróði skuli tekinn. En um þetta efni munum við væntanlega flytja brtt. við stríðsgróðaskattsfrv. Okkur finnst vera alveg sérstök nauðsyn á því að skattleggja þau viðskipti, sem nú eiga sér stað með fasleigna og lausafé, þó að ekki væri nema til þess að reyna að hafa einhver áhrif í þá átt að vinna gagn þeirri stórkostlegu verðbólgu, sem þessi viðskipti hljóta að hafa í för með sér. Þess vegna geri ég ráð fyrir að ekki verði hægt að láta þau ákvæði gilda út af fyrir sig fyrir árið 1941. Ég býst varla við, að menn teldu það fært, vegna þess að gera má ráð fyrir, að ýmsir hafi selt fasteignir og hús á síðasta ári, beinlínis vegna þess að þeir víssu, að þá var ekki skattakyldur sá ágóðamismunur, sem þar kom fram. Og þar sem hér er einnig um algert nýmæli að ræða, býst ég einnig þess vegna við, að menn telji ekki fært að láta það verka aftur fyrir sig.

Hitt atriðið er um tekjuskattsálagninguna. Það hefur áreiðanlega aldrei verið jafnerfitt að komast að því eins og nú, hve miklar tekjur menn hafa hér á þessu landi, og það margir, sem hafa mikinn gróða. Það þarf ekki að nefna nein dæmi um hugsanlega erfiðleika í því sam,bandi, því að þeir liggja ljóst fyrir öllum. Við framsóknarmenn munum þess vegna flytja till. um það, að skipaður verði sérstakur rannsóknardómari, sem hafi það starf að rannsaka þau mál þessarar tegundar, sem skattayfirvöldin visa til hans.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fara út í þessi atriði.