11.05.1942
Efri deild: 54. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 656 í B-deild Alþingistíðinda. (1813)

43. mál, húsaleiga

*Brynjólfur Bjarnason:

Hæstv. fjmrh. sagði hér í ræðu sinni við þessar umr., að það væri misskilningur, sem ég hélt fram í ræðu minni, að hér væri í þessu frv. að ræða um nokkurt misrétti á milli opinberra starfsmanna, sem hefðu efni á því að kaupa sér hús á þeim stað, þar sem þeir taka við starfi sínu, og hinna, sem ekki hafa keypt sér hús. Hann sagði, að samkv. fyrirmælum 2. gr. 1. nr. 126 frá 9. des. 1941, van hægt að sjá svo um, að opinberir starfsmenn gætu fengið húsnæði, ef þeir flyttust til bæjar, þar sem l. gilda. þeirri gr. er bannað að leigja nema innanbæjarmönnum, en í 3. málsgr. segir, að þegar alveg sérstaklega stendur á, sé húsaleigunefnd (fasteignamatsnefnd) „heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum þessarar greinar“. Ef þetta væri rétt hjá hæstv. ráðh., væri þessi lagasmíð algerlega óþörf, þá væri án hennar hægt að koma opinberum starfsmanni fyrir, og ekki yrði réttur hans minni, þótt hann eignaðist það hús, sem hann býr í. En undanþága „þessarar greinar“ á eingöngu við ákvæði greinarinnar sjálfrar og leysir því ekki undan skilyrðinu síðast í 1. málsgr. 1. gr., að sá, er húsnæðið vill fá, hafi verið orðinn eigandi hússins áður en 1. frá 9. des. 1941 öðluðust gildi. Það misrétti, sem ég benti á, að skapast mundi, ef frv. næði samþ., breytist á engan hátt við ummæli hæstv. ráðh. Ég álít, að ekki nái nokkurri átt að samþ. frv. eins og það er, því að þeim starfsmönnum hins opinbera, sem geta keypt sér hús, er þar mjög mismunað, en að öðru leyti úr engum hlut bætt. Frv. er borið fram í tilefni af vandkvæðum eins manns, og ég sé ekki betur en ríkið ætti að hafa einhver önnur ráð til að sjá honum eða því fólki, sem rýma þarf fyrir honum, fyrir húsnæði. Út frá þessu sjónarmiði ber ég fram þá skrifl. brtt. vil brtt. allshn. á þskj. 324, að hún orðist á þá leið, að úr verði ný 1. gr. frv.: „Í stað orðanna „15. júní 1942“ í 6. gr. l. komi: 15. júní 1943“ Bið ég forseta að leita afbrigða fyrir till.