24.03.1942
Neðri deild: 25. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í B-deild Alþingistíðinda. (2041)

53. mál, lestrarfélög og kennslukvikmyndir

Flm. (Gísli Guðmundsson):

Við hv. þm. Barð. höfum leyft okkur að flytja hér frv. um breyt. á l. um lestrarfélög og kennslukvikmyndir frá 1937. Við leggjum til, að gerð verði ein breyt. á 6. gr. þeirra l., en þar segir svo, að það megi ekki greiða neinu lestrarfélagi meiri styrk en 2 kr. á hvern félagsmann, sem árgjald hefur greitt. Það mun mega segja, að þetta ákvæði sé nú orðið úrelt, m.a. vegna verðlagsbreyt., sem orðið hafa síðan l. voru sett, og einnig af öðrum ástæðum virðist okkur, að þetta ætti að vera á annan veg. Við höfum lagt til, að þetta ákvæði um hámarksstyrkinn á félagsmann verði fellt niður. Og ef það verður samþ., væri þá tekjum þeim, sem innheimtar eru af skemmantanaskatti í þessu skyni, skipt á milli lestrarfélaga í réttu hlutfalli við innborguð félagsmannagjöld þeirra á árinu.

Ég vil leggja til, að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og menntmn.