07.05.1942
Efri deild: 51. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 748 í B-deild Alþingistíðinda. (2156)

66. mál, eignarnámsheimild á heitu vatni og landi í Siglufirði

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. um þetta sama efni var flutt á síðasta þingi og er nú aftur flutt af sömu aðilum. Er í grg. vísað til þeirra ástæðna, sem færðar voru fyrir frv. á aðalþinginu í fyrra. Allshn. hefur haft frv. til athugunar og er efni þess samþykk, en vegna þess að fyrsti flm. frv. benti n. á, að heppilegra væri að orða frvgr. og fyrirsögnina nokkuð á annan veg en gert er, og n. féllst á, að sú ábending væri á rökum byggð, leggur hún til, að frvgr. verði breytt að orðalagl. Að efninu til verður engin breyt. Sama er að segja um fyrirsögn frv. Við leggjum til, að henni verði breytt, svo að hún verði meira í samræmi við orðalag gr.

Þetta mál hefur verið ágreiningsmál á milli eiganda landsins og bæjarstj. Siglufjarðar, en sá ágreiningur er að hverfa, og hv. fyrsti flm. hefur fullyrt, að landeigandinn mundi geta sætt sig við það orðalag, sem n. leggur til.

Málið er ofureinfalt og — þarfnast ekki lengri framsögu.